Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 596 svör fundust

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

Nánar

Hvernig uppgötvuðu menn mannamál?

Vísindamenn vita því miður lítið um uppruna tungumálsins. Nú er talið að tungumál hafi orðið til fyrir um 30.000 árum en elstu heimildir um einhvers konar ritmál eru aðeins 10.000 ára gamlar. Þarna á milli eru þessu vegna 20.000 ár sem vísindamenn þurfa að geta sér til um, meðal annars með því að skoða líkamsleifa...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?

Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...

Nánar

Hver bjó til tungumálið?

Tungumál er nokkuð sem orðið hefur til á löngum tíma en ekki uppfinning sem hægt er að rekja til einnar manneskju. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fyrstu orðin sem mynduðust hafi verið hljóðlíkingar, menn hafi verið að líkja eftir einhverjum hljóðum úr náttúrunni. Síðan hafi þessi hljóð þróast nánar og orðið grunnu...

Nánar

Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?

Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...

Nánar

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?

Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...

Nánar

Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?

Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...

Nánar

Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?

Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirr...

Nánar

Ef við hefðum ekki tíu fingur væri þá tugakerfið öðruvísi, kannski byggt út frá tólf eða fimmtán ef við hefðum 12 eða 15 fingur?

Þetta er almennt talið rétt. Betra væri þó að orða það þannig að við mundum aðallega nota tylftakerfi en ekki tugakerfi ef við hefðum tólf fingur. Í þessu felst að talan sem við skrifum sem 10 hefur enga sérstaka kosti sem grunntala í talnakerfi aðra en þá sem tengjast sköpulagi mannsins. Sú tala sem hefur skýr...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett up...

Nánar

Hvernig læra börn að nota tungumálið?

Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf! Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem ful...

Nánar

Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?

Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...

Nánar

Fleiri niðurstöður